Urðarjöklar í nágrenni Akureyrar

Ágúst Guðmundsson sendir nokkrar myndir af uðarjöklum í nágrenni Akureyrar

Fyrsta myndin er af Lambárjökli í Glerárdal. Þessi jökull kemur úr skál norðan í Kerlingu og er ís efst en hulinn grjóti þegar neðar dregur. Þarna er því lifandi urðarjökull, eða slíkur jökull í myndun.

Lanbárdalsjökull norðan í Kerlingu
Lanbárdalsjökull norðan í Kerlingu

Næsta mynd sýnir Möðrufellið (sem nú er kallað Möðrufellsfjall) og urðarbinginn Möðrufellshraun. Þessi mynd er tekin af jörðu niðri. Hér er dauður eða óvirkur urðarjökull.

Möðrufellshraun af jörðu niðri
Möðrufellshraun af jörðu niðri

Þriðja myndin er líka af Möðrufellshrauni og nágrenni, en er tekin úr lofti.

Möðrufellshraun og umhverfi þess úr lofti.
Möðrufellshraun og umhverfi þess úr lofti.

Fjórða myndin er loftmynd af öxlinni austan í Kerlingu, þarna heitir Espihólsmúli samkvæmt Örnefnasjá LMI.

Espihólsmúlli
Espihólsmúlli

Síðasta myndin er af sama stað, en tekin af jörðu niðri.

Espihólsmúli
Espihólsmúli.

Myndirnar eru líka í myndasafninu.

Skreppa sem varð að landafundaferð

Í lok júní 2008 fórum við Grétar G. Ingvarsson í smá skreppu með tvo vini okkar, þá Jóhann Björgvinsson og Örlyg Arnljótsson, sem ætluðu að ganga Biskupaleið frá Veggjafelli nyrst í Herðubreiðarfjöllum vestur og norður á Heilagsdal.

Í þessari ferð uppgötvuðum við nýtt og mjög athyglisvert landsvæði. Um þetta ferðalag okkar má lesa í greininni „Landafundaferð“ á skráasafninu og myndir af svæðinu eru í myndasafninu „Herðubreiðarfjöll – Hvammfjöll“.

Í Herðubreiðarfjöllum
Í Herðubreiðarfjöllum

Schauinsland

cropped-sjáinsland.jpg

Myndin hér að ofan er tekin uppi á fjalli sem heitir Schauinsland. Fjallið er 1284 m.y.s. og er í Svartaskógi í Þýskalandi. Schauinsland er „húsfjall“ („hausberg“) í borginni Freiburg im Breisgau og er hækkunin frá bænum og upp á topp um 1000m. Fjallið er ca. 10km suður frá bænum, en innan marka sveitarfélagsins.
Hægt er að aka langleiðina upp eftir malbiki, en algengast er að taka almennings samgöngur borgarinnar (sporvagn/rútu) að neðri enda kláflyftunnar og fara upp með einum klefanum. Lyftan er um 3,6km að lengd og hækkunin um 700m.
Hér er hægt að skjótast í snögga ferð (45s) frá miðpunkti bæjarins, Bertholdsbrunnen, og upp í endastöð kláfsins.

Á vetrum er þarna skíðasvæði en göngu- og fjallahjólastígar eru mikið notaðir á sumrin. Á öldum áður var unnið silfur úr námum í fjallinu og byggðist auður borgarinnar á þessum námugreftri á sínum tíma. Í þjónustuhúsinu við enda kláflyftunnar er matsala og þaðan má fara í neðanjarðasafn um námugröftinn.

Örfréttir að norðan

Fórum í sunnudagsbíltúr með Gústa fram í fjörð og fengum uppfræðslu um grjótjökla. Fróðleg ferð í góðu veðri með sérfræðingnum. Nú dælir meistarinn í mig greinum, svo ég hef ekki við að reyna að lesa og læra.

Nú eru komnir 4 notendur, við hjónin, Gústi og Þura. Búið er að setja upp skráasafnið, sem ég talaði um í pósti um daginn, og þar inni eru núna kynningin um Orkneyjar og mappa með greinum um Vatnsdalshóla.  Þar er grein Jakobs Líndal um hólana, séð-frá-þjóðvegi grein SÞ um framhlaup, grein Gústa um myndun hólanna og greinar frá skriðumönnum (Höskuldur Búi, Dóri P og Hreggviður), sem verja skriðukenninguna.

Síðan er á döfinni að tína til almennt efni um grjótjökla og greinar um grjótjökla á Íslandi, sífrera og ísaldarlok í þar til gerðar möppur.

Aðeins skráðir notendur hafa aðgang að skráasafninu, það sama gildir um þá sem vilja skrifa færslu hér á forsíðuna eða gera athugasemdir við færslur. Svo endilega hafa samband og ganga frá skráningu.

Ef þið viljið fylgjast með því hvort eitthvað nýtt sé að gerst hér er hægt að nota RSS tengilinn hér á forsíðunni, þá eigið þið að fá tilkynningar um uppfærslur.

Velkomin á vefsetrið

Þetta vefsetur hefur að geyma gamalt efni frá því ég hélt úti vefsíðu Eyjafjarðardeildar Ferðaklúbbsins 4×4, einnig eru hér pistlar og myndefni frá nokkrum stöðum og ferðum.  Hér verður líka fjallað um jarðfræðileg efni og hér verður vonandi vettvangur Úrsérgengisins.

Apríl 2016,
Grétar G. Ingvarsson.