Schauinsland

cropped-sjáinsland.jpg

Myndin hér að ofan er tekin uppi á fjalli sem heitir Schauinsland. Fjallið er 1284 m.y.s. og er í Svartaskógi í Þýskalandi. Schauinsland er „húsfjall“ („hausberg“) í borginni Freiburg im Breisgau og er hækkunin frá bænum og upp á topp um 1000m. Fjallið er ca. 10km suður frá bænum, en innan marka sveitarfélagsins.
Hægt er að aka langleiðina upp eftir malbiki, en algengast er að taka almennings samgöngur borgarinnar (sporvagn/rútu) að neðri enda kláflyftunnar og fara upp með einum klefanum. Lyftan er um 3,6km að lengd og hækkunin um 700m.
Hér er hægt að skjótast í snögga ferð (45s) frá miðpunkti bæjarins, Bertholdsbrunnen, og upp í endastöð kláfsins.

Á vetrum er þarna skíðasvæði en göngu- og fjallahjólastígar eru mikið notaðir á sumrin. Á öldum áður var unnið silfur úr námum í fjallinu og byggðist auður borgarinnar á þessum námugreftri á sínum tíma. Í þjónustuhúsinu við enda kláflyftunnar er matsala og þaðan má fara í neðanjarðasafn um námugröftinn.