Örfréttir að norðan

Fórum í sunnudagsbíltúr með Gústa fram í fjörð og fengum uppfræðslu um grjótjökla. Fróðleg ferð í góðu veðri með sérfræðingnum. Nú dælir meistarinn í mig greinum, svo ég hef ekki við að reyna að lesa og læra.

Nú eru komnir 4 notendur, við hjónin, Gústi og Þura. Búið er að setja upp skráasafnið, sem ég talaði um í pósti um daginn, og þar inni eru núna kynningin um Orkneyjar og mappa með greinum um Vatnsdalshóla.  Þar er grein Jakobs Líndal um hólana, séð-frá-þjóðvegi grein SÞ um framhlaup, grein Gústa um myndun hólanna og greinar frá skriðumönnum (Höskuldur Búi, Dóri P og Hreggviður), sem verja skriðukenninguna.

Síðan er á döfinni að tína til almennt efni um grjótjökla og greinar um grjótjökla á Íslandi, sífrera og ísaldarlok í þar til gerðar möppur.

Aðeins skráðir notendur hafa aðgang að skráasafninu, það sama gildir um þá sem vilja skrifa færslu hér á forsíðuna eða gera athugasemdir við færslur. Svo endilega hafa samband og ganga frá skráningu.

Ef þið viljið fylgjast með því hvort eitthvað nýtt sé að gerst hér er hægt að nota RSS tengilinn hér á forsíðunni, þá eigið þið að fá tilkynningar um uppfærslur.