Urðarjöklar í nágrenni Akureyrar

Ágúst Guðmundsson sendir nokkrar myndir af uðarjöklum í nágrenni Akureyrar

Fyrsta myndin er af Lambárjökli í Glerárdal. Þessi jökull kemur úr skál norðan í Kerlingu og er ís efst en hulinn grjóti þegar neðar dregur. Þarna er því lifandi urðarjökull, eða slíkur jökull í myndun.

Lanbárdalsjökull norðan í Kerlingu
Lanbárdalsjökull norðan í Kerlingu

Næsta mynd sýnir Möðrufellið (sem nú er kallað Möðrufellsfjall) og urðarbinginn Möðrufellshraun. Þessi mynd er tekin af jörðu niðri. Hér er dauður eða óvirkur urðarjökull.

Möðrufellshraun af jörðu niðri
Möðrufellshraun af jörðu niðri

Þriðja myndin er líka af Möðrufellshrauni og nágrenni, en er tekin úr lofti.

Möðrufellshraun og umhverfi þess úr lofti.
Möðrufellshraun og umhverfi þess úr lofti.

Fjórða myndin er loftmynd af öxlinni austan í Kerlingu, þarna heitir Espihólsmúli samkvæmt Örnefnasjá LMI.

Espihólsmúlli
Espihólsmúlli

Síðasta myndin er af sama stað, en tekin af jörðu niðri.

Espihólsmúli
Espihólsmúli.

Myndirnar eru líka í myndasafninu.

Skreppa sem varð að landafundaferð

Í lok júní 2008 fórum við Grétar G. Ingvarsson í smá skreppu með tvo vini okkar, þá Jóhann Björgvinsson og Örlyg Arnljótsson, sem ætluðu að ganga Biskupaleið frá Veggjafelli nyrst í Herðubreiðarfjöllum vestur og norður á Heilagsdal.

Í þessari ferð uppgötvuðum við nýtt og mjög athyglisvert landsvæði. Um þetta ferðalag okkar má lesa í greininni „Landafundaferð“ á skráasafninu og myndir af svæðinu eru í myndasafninu „Herðubreiðarfjöll – Hvammfjöll“.

Í Herðubreiðarfjöllum
Í Herðubreiðarfjöllum