Fréttir af heimasíðu Eyjafjarðardeildar Ferðaklúbbsins 4×4

Eyjafjarðardeild Ferðaklúbbsins 4×4 var stofnuð 14. apríl 1991 og var þriðja deildin innan Ferðaklúbbsins 4×4. Eyjafjarðardeild hélt úti heimasíðu á árunum 1996 – 2012 og geta áhugamenn um sögu deildarinnar fundið undir valmyndinni „Gamlar fréttir“ margt af því sem var á síðunni.

Árin 1996 – 2003 var síðan hýst hjá ismennt.is, þökk sé Adam Óskarssyni. Hún var nánast eingöngu skrifuð í html og þurfti að breyta kóðanum og hlaða upp nýrri síðu í hvert skipti sem ný frétt kom. Þetta var töluverð vinna, en gögnin í einföldum og lesanlegum skrám sem hafa nánast allar varðveist.

Þegar verunni á ismennt.is lauk, í nóvember 2003, fór síðan á flakk. Hefur verið á 2 -3 netþjónum og notað ein 3 innskráningarkerfi. Netþjónar hafa hrunið, breytingar orðið hjá þeim hvað virkar, notendur þurrkað út eldri fréttir án þess að afrit hafi verið fyrir hendi.  Umsjónarmaður hefur haft tölvuskipti margoft og ekki alltaf gætt þess að flyta efni af síðunni á milli, sumt er e.t.v. enn til ef vandlega væri leitað á gömlum harðdiskum. Efni frá þessum tíma er því týnt eða í henglum og tekur ekki að vera að birta það hér.

Fá má yfirlit hvað var að gerast á þessum seinni árum  með því að leita í valmynd undir Aðalfundir.

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.