Fyrsta síðan

Eyjafjarðardeild Ferðaklúbbsins 4×4


Merki klúbbsins

Eyjafjarðardeild Ferðaklúbbsins 4×4 var stofnuð 14. apríl 1991. Stofnfélagar voru um 60. Núna eru félagar um 90 talsins.
Almennir deildarfundir eru haldnir fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði klukkan 20.00, allt árið um kring á annari hæð að Furuvöllum 3 á Akureyri.
Starf deildarinnar einkennist af skipulagningu ferða og fræðslu. Einnig hefur
mikið starf verið unnið við byggingu skála félagsins.

Deildinni er stjórnað af 5 manna stjórn og 5 nefndir eru starfandi, sem sjá um ýmis málefni.

Þeir sem vilja kynna sér starfsemi deildarinnar eru hvattir til að koma á næsta fund hjá deildinni eða hafa samband við stjórnarmenn. (Undir „næsta fund“ var tengill á síðu með efni næsta fundar).

Með því að smella á eftirfarandi atriði má fá nánari upplýsingar um:


Ferðir

Á vegum klúbbsins eru farnar nokkrar ferðir á ári. Þær eru:

Sumarferð, sem að vísu hefur fallið niður tvö undanfarin ár
33″ ferðin sem er farin fyrstu helgi eftir októberfund.
44″ ferðin sem er farin fyrstu helgi eftir nóvemberfund.
Ferð á Þorrablót klúbbsins.

Jeppadagur fjölskyldunnar sem hefur verið haldinn seinni hluta vetrar tvö síðustu ár. 1995 var farið fram að Baugaseli í Barkárdal og 1996 var farið að Þeistareykjum frá Kísilvegi og þaðan norður á Reykjaheiði og til Húsavíkur. Í þeirri ferð voru um 50 bílar þegar til Húsavíkur kom, óbreyttir jafnt sem sérútbúnir.

Aftur í upphaf síðunnar


Fræðsla

Félagsfundir eru haldnir fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði að Furuvöllum og eru yfirleitt ákveðin efni tekin fyrir á hverjum fundi. Meðal þess sem tekið hefur verið fyrir eru  tæknileg atriði eins og fjöðrunarkerfi, aukarafkerfi, olíur, suða með rafgeymum og dekkjaviðgerðir. Fjallað hefur verið um efni tengd almennri ferða- og fjallamennsku, eins og notkun korta og áttavita, kal og ofkælingu og skyndihjálp. Einstökum landsvæðum eða
ferðaleiðum hefur verið lýst, svo sem Hörgárdal og Bárðargötu.

Hér má fá upplýsingar um efni næsta fundar. (Undir „Hér“ var tengill á síðu með efni næsta fundar.)

Aftur í upphaf síðunnar


Skálamál

Undanfarin ár hefur deildin unnið að byggingu skála á Réttartorfu. Fyrir á torfunni er gamall gangnamannaskáli Bárðdæla og nefnist hann Réttarkot. Rætt hefur verið um að láta nafnið fylgja staðnum og kalla þann nýja einnig Réttarkot.
Skálinn er nú nær fullsmíðaður og geta 15 – 30 manns gist þar.

Réttartorfan er austan við Skjálfandafljót og eru um 10 – 20 km þangað frá syðstu bæjum í Bárðardal, Svartárkoti og Stórutungu. Leiðin frá Stórutungu er lengri og er farin ýtuslóð gegnum Suðurárhraunið, að mestu meðfram fljótinu. Leiðin frá Svartárkoti er styttri og hraunið sandorpnara, en fara verður Suðurá á vaði.
Einnig má koma að skálanum sunnan frá eftir svonefndri Laufrandarleið. Hún liggur af fjallvegi F910 (leiðin norðan við Trölladyngju) við Syðri Hitulaug/Marteinsflæðu og norður í Bárðardal.

Aftur í upphaf síðunnar


Stjórn deildarinnar

Stjórn deildarinnar fylgist með starfi nefnda og skipuleggur dagskrá almennra funda. Stjórn sér um öll fjármál deildarinnar..

Unnsteinn Jónsson formaður
Ingimar Árnason gjaldkeri
Grétar G. Ingvarson ritari
Jón Þórólfsson meðstjórnandi
Guðni Þóroddsson meðstjórnandi
Þórunn Harðardóttir varamaður
Kári Þórðarson varamaður
Aftur í upphaf síðunnar


Skálanefnd

Skálanefnd sér um byggingarframkvæmdir við skála félagsins. Þegar byggingu lýkur sér nefndin um rekstur og viðhald skálans, og útleigu ef við á.

Jón Gunnar Snorrason formaður
Gunnar Garðarsson
Gísli Ólafsson
Þorlákur Jónsson
Ingimar Árnason
Tómas Ingi Jónsson
Sigurjón Sveinbjörnsson
Aftur í upphaf síðunnar


Ferðanefnd

Ferðanefnd skipuleggur ferðir, sem farnar eru á vegum deildarinnar. Nefndin ákveður leiðir, finnur fararstjóra, ákveður hverjir sjái um frágang á skálum og hverjir flytji rusl til byggða.

Sigurkarl Aðalsteinsson formaður
Halla Jensdóttir
Áki Áskelsson
Gunnar Hansen
Aftur í upphaf síðunnar


Stiku- og landgræðslunefnd

Stiku- og landgræðslunefnd sér um stikun eða vörðun á leiðum og landgræðslu. Nefndin verður í samstarfi við umhverfisnefnd 4 x 4 í Reykjavík og hefur samráð við alla þá aðila sem áhrif geta haft á starf hennar, svo sem Náttúruverndarráð, sveitarfélög, landeigendur, Vegagerðina, Landgræðsluna og fl.

Anna Lilja Sævarsdóttir formaður
Björn Pálsson
Jörundur Þorgeirsson
Jörundur Torfason
Örn Björnsson
Aftur í upphaf síðunnar


Sýninganefnd

Sýninganefnd sér um sýningar sem deildin heldur eða tekur þátt í.

Áki Áskelsson formaður
Guðni Þóroddsson
Vilhjálmur Rist

Aftur í upphaf síðunnar


Skemmtinefnd

Skemmtinefnd sér um allar skemmtanir á vegum deildarinnar, t.d. þorrablót.

Halldór Brynjarsson
Jón Þórólfsson
Magnús Sigurbjörnsson
Rúnar Jónsson
Herdís Þorgrímsdóttir

Aftur í upphaf síðunnar