Ég ætla að byrja á að segja frá þeim stað í nágrenni Réttartorfu, sem
kom mér mest á óvart.
 |
Sumarið 1985 fórum við Ásgeir Bragason með fjölskyldur
okkar niður með Skjálfandafljóti að austanverðu. Við gistum á Hraunárdal
og fórum á Fljótshnjúk. Síðan gengum við niður í Ytra-Fljótsgil. Í
gilinu var margt að sjá, m.a. var smá grasrönd ca. 20m löng, á henni
voru 12 gæsahreiður. Þegar vel var skoðað sýndist okkur vera birki
vestan við Fljótið.Ég hafði lesið að Ytra-Fljótsgilið væri mjög gróið,
í það voru á fyrri öldum rekin fráfærulömb og þóttu þrífast vel, en
ekki datt mér í hug að þarna gæti vaxið birki, því gilið er í 500
- 550m hæt yfir sjó og telst að mestu innan marka Sprengisands. Ytra-Fljótsgil
er nokkuð djúpt og eru margar fallegar klettamyndanir í því. Ég ákvað
að skoða gilið að vestan við fyrsta tækifæri. |
 |
Fáum árum síðar gerði ég mér ferð þangað, ók inn að
Kiðagilshnjúk og suður fyrir hann og gekk niður með Kiðagili. (ATH,
ætli fornmenn hafi haft þar geitur á beit?) Kiðagilið er mjög fallegt,
djúpt og hrikalegt, silfurtærir fossar og flúðir, litbrigðin skörp.
Mæli með því að skoða Kiðagilið ef fólk er á ferð um Sprengisand,
en norðurmörk hans eru við Kiðagil. Fór síðan niður með Kiðagilinu,
yfir Kiðagilsána neðan við gilið. Hún er ekki farartálmi síðsumars.
Gróður er frekar lítill með Kiðagilinu, heitir þar Dældir að norðan
en sunnan við Áfangatorfur. þar eru engar torfur lengur. |
 |
Þegar komið er yfir ána er alger sandauðn alla leið
suður að Ytra-Fljótsgili. Það er gott útsýni yfir Fljótið og upp á
Hraunárdal, þar eru nokkrar torfur austan í dalnum og kofi sem heitir
Slakki, eins og hlíðin sem hann stendur í. |
 |
Það er ótrúlega sérstakt og fallegt að koma í Ytra-Fljótsgilið
úr auðninni, gróðurinn er alveg ótrúlegur, þarna er skógarbotnsgróður:
víðir, birki, einir og reyniviður. Fyrstu árin sem ég kom þarna fann
ég eina reyniviðarplöntu, en síðasta sumar fann ég aðra. Kjarrið er
víða 1 - 2,5m á hæð og er í hvömmum þar sem ekki er eins bratt að
Fljótinu. Þarna var mikið af hrútaberjum, einiberjum og aðeins af
reyniberjum sumarið 2003 |
Hlíðin norðan við Fljótsgilið að vestan, norðan við Kiðagil, heitir Smiðjuskógur.
Þar er enginn skógur, engin hrísla lengur, heldur berir, uppblásnir melar,
alger auðn. Þarna var skógur1712 þegar Jarðabókin var gerð, en enginn
um 1850. Ég veit ekki hvort menn hafa gaman af svona skrifum, en þar er
mjög gaman að sjá bæði gilin.
Jóhann Björgvinsson A-729.
Fleiri
myndir út Ytra-Fljótsgili og Kiðagili eru hér.
|