Brottför: Nýidalur kl. 08:00
Vegalengd c.a. 100 km.
Ekið norður fyrir Tungnafellsjökul og suður Vonarskarð. Yfir Köldukvísl við Svarthöfða og svo sem leið liggur áfram suður með vesturjaðri Vatnajökuls allt til Jökulheima. Þar verður gist í skálum Jöklarannsóknafélags Íslands. Á þessari leið er margt að sjá og skoða, t.d. jarðhitann í Snapadal, Hamarskrika, Hamarslón og Hamarinn sem eru í krika sunnan við Köldukvíslarjökul. Á leiðinni eru t.d. jökulárnar Sveðja og Bryðja eru oft farartálmar á sumrin.
Þeir sem ætla í ferðina þurfa að skrá sig og greiða skálagjöldin fyrir 15. mars n.k. Hver bílstjóri er ábyrgur fyrir því að skrá og greiða fyrir sig og sína farþega. Greiða skal inná reikning klúbbsins, kt.: 620796-2399, Bankanr. 1145-26-44044. Látið fylgja með í skýringu nafn og kennitölu greiðanda.
Skálagjöldin eru 3000 kr. fyrir báðar næturnar.
Við skráningu er gott að fá eftirfarandi upplýsingar:
Skráning er með með tölvupósti til Erlings: erlingur@unak.is .
Þetta er vetrarferð og bara fyrir vel búna bíla á stórum dekkjum. Muna eftir spottum, skóflum og öllu því sem tilheyrir vetrarferðum. VHF rás 52 CB rás 10
Punktar verða aðgengilegir á netinu.
Menn sjá um sitt nesti sjálfir.
Aðalfararstjóri verður Sigurkarl, formaður ferðanefndar.
Munið að þó ferðin sé á vegum klúbbsins þá ferðast hver og einn á eigin ábyrgð!
Nánari upplýsingar:
Erlingur Harðarson, erlingur@unak.is GSM 864 8442
Jón Skjöldur Karlsson, sledi@mi.is GSM 893 3616